Meistaramóti GFB lauk á laugardaginn. Góð þátttaka og frábær tilþrif þar sem allir skemmtu sér hið besta.Úrslit og nánari fréttir má sjá í meðfylgjandi frétt frá GFB.

Að loknu Meistaramóti GFB vill Golfklúbbur Fjallabyggðar þakka þátttakendum fyrir samveruna og þátttökuna í meistaramótinu.

Meistaramótsvikunni ríkir mikil hátíðarstemming, allir að gera sitt besta. 23 þátttakendur skráðu sig til leiks og leikið í 7 flokkum, meistaramót yngri kylfinganna á síðan eftir að fara fram.

Klúbbmeistari karla var Sigurbjörn Þorgeirsson, lék hringina þrjá á -1 (68-69-66)Klúbbmeistari kvenna var Brynja Sigurðardóttir, lék hringina þrjá á +37 (83-80-78).

Mótið var í alla staði ánægjulegt þar sem þátttakendur sýndu mörg tilþrifin. Hægt er að skoða úrslit á meðfylgjandi slóð. Ekki var hægt dæma annað en að allir hafi notið sín vel.

Til hamingju allir með góðan árangur – https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039

Heimildir/ Golfklúbbur Fjallabyggðar og Frétta- og fræðslusíða UÍF
Mynd/Golfklúbbur Fjallabyggðar