Haustblað Siglfirðingafélagsins er farið í prentun og er væntanlegt á næstu dögum og verður sent til félagsmanna Siglfirðingafélagsins.
Meðal efnis í blaðinu er að finna fjölda mynda frá Opnu húsi Siglfirðingafélagsins í Bláa húsinu laugardaginn 19. maí í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar og frá Siglfirðingakaffinu í Grafarvogskirkju sem var með hátíðarblæ að þessu sinni, afmælisbarninu til heiðurs.

Frá opnu húsi Siglfirðingafélagsins í Bláa húsinu laugardaginn 19. maí í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar
Sagt er frá vígslu styttu af Gústa guðsmanni, ræða Kristjáns L. Möller, sem hann flutti í Grafarvogskirkju birt í heild sinni, síðasti hluti poppsögu Siglufjarðar lítur dagsins ljós, útdráttur úr Bragabókinni og fleira og fleira.
Sérstaklega má þó nefna auglýsingu um forsölu á væntanlegri ljósmyndabók um sögu Siglufjarðar.
Stútfullt blað af skemmtilegu efni fyrir alla Siglfirðinga.

Verið að glugga í Bragabók

Forsíða Siglfirðingablaðsins