Haustferð Dalbæjar var farin síðastliðinn fimmtudag og var ferðinni heitið til Fjallabyggðar. Ferðin hófst á heimsókn í Pálshús á Ólafsfirði þar sem hópurinn kynnti sér safnið. Að því loknu var snæddur hádegisverður á Hvanndölum Lodge áður en haldið var áfram til Siglufjarðar.

Á Síldarminjasafninu fræddust þátttakendur um síldarævintýrið, og rifjuðu jafnvel upp ýmsar minningar tengdar þeirri sögu. Í lok heimsóknarinnar var boðið upp á kaffi og kökur.

Arnar Bóasson var rútubílstjóri ferðarinnar og Víkingur keyrði bíl Dalbæjar. Nokkrir starfsmenn fylgdu hópnum, en fararstjórn var í höndum Elíngunnar iðjuþjálfa. Heimilisfólk og þátttakendur í dagdvöl tóku þátt í ferðinni.

Hollvinasamtök Dalbæjar styrktu ferðina og fá sérstakar þakkir fyrir þann stuðning.

Myndir/af facebokksíðu Dalbæjar