Fjallabyggð kannar möguleika á útvistun umsjónar með Trilludögum 2024.

Trilludagar verða haldnir 27. júlí 2024. Á Trilludögum gefst gestum tækifæri til að fara í útsýnissiglingu með trillusjómönnum og renna fyrir fisk. Aflinn er síðan grillaður og framreiddur fyrir gesti og gangandi. Afþreying fyrir börnin á svæðinu.

Starf umsjónaraðila er að sjá um allan undirbúning hátíðarinnar, skipulagningu, samskipti og samninga við samstarfsaðila og utanumhald á hátíðinni sjálfri og þar á meðal að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt.

Áhugasamir aðilar hafi samband við markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is eða í síma 464 9100 á skrifstofutíma, fyrir 1. apríl nk.  

Mynd/Ægir Eðvarðsson