Fjallabyggð vill kanna áhuga íbúa á að gerðir verði matjurtagarðar fyrir íbúa og leigðir gegn hóflegu gjaldi.

Auglýsir Fjallabyggð því eftir umsóknum frá áhugasömum íbúum um pláss í matjurtagörðum sumarið 2025.

Áhugasamir eru beðnir að senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is fyrir 6. maí þar sem fram kemur nafn og símanúmer umsækjanda og æskileg stærð á matjurtagarði í fermetrum.

Ef næg þátttaka næst verður staðsetning garðanna og gjaldskrá auglýst og þátttakendum úthlutað plássi.

Mynd/pixabay