Ljóðasetrið hefur alltaf boðið upp á nokkra viðburði á Síldarævintýri og á því varð engin breyting í ár. Að þessu sinni voru viðburðirnir þrír og voru þeir allir vel sóttir.

Fimmtudag 1. ágúst lék og söng forstöðumaður eigin lög við ljóð Siglfirðinga t.d. Guðlaugs Sigurðarsonar (Laugja pósts), Sverris Páls Erlendssonar, Ólafs Ragnarssonar, Bjarka Árnasonar o.fl.

Föstudaginn 2. ágúst voru fluttar siglfirskar gamansögur og er óhætt að segja að hláturinn hafi hljómað um salarkynnin.

Sunnudaginn 4. ágúst voru svo flutt lög um síldina og sjóinn og var sérlega vel mætt á þann viðburð. Sáust meira að segja tár á hvarmi er sungið var um gömlu góðu dagana.

Samtals nutu um 100 manns þessa þriggja viðburða á Ljóðasetrinu.