SSNV auglýsir eftir umsóknum í Skref 2 úr Smávirkjanasjóði Norðurlands vestra. Tilgangur Smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra. Skref 2 varðar mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnað. Öll gögn varðandi umsóknarferlið er að finna á heimasíðu SSNV: www.ssnv.is.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 30. OKTÓBER 2019
Sjóðurinn veitir styrki til:
Skref 1: Frummat smávirkjana.
Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnaðar.
Að þessu sinni er auglýst eftir umsóknum í Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnaðar.
Umsóknir skulu sendar á netfangið: ssnv@ssnv.is.
Nánari upplýsingar veitir Ingibergur Guðmundsson, ingibergur@ssnv.is, s. 892 3080.
Sjá hér