Meira en 60% Íslendinga telja sig mjög hamingjusama og Sunnlendingar einkum.

Um 10% landsmanna upplifa oft einmanaleika og yngra fólk finnur frekar fyrir einmanaleika en þeir sem eldri eru. Heldur hefur dregið úr áhættudrykkju fullorðinna en mánaðarleg ölvunardrykkja nemenda í 10. bekk hefur aukist lítillega. Enn dregur úr daglegum reykingum fullorðinna og rafrettunotkun ungmenna.

Tíðni sýklalyfjaávísana til barna undir 5 ára heldur áfram að lækka en töluverður munur er á milli heilbrigðisumdæma. Komum á heilsugæslustöðvar á hvern íbúa heldur áfram að fjölga á landsvísu og er aukin notkun íbúa á heilsugæsluþjónustu mest á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma hefur dregið lítillega úr komum til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna en umtalsverður munur er hvað það varða á milli heilbrigðisumdæma. Þetta og ótalmargt fleira má lesa úr nýjum lýðheilsuvísum embættis landlæknis sem kynntir voru á Selfossi í vikunni.

Heimild og mynd: stjornarradid.is