Frjó menningarhelgi fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3. – 5. júlí 2020. Þar koma saman 11 listamenn sem bjóða uppá tónlist, myndlist og spjall. Viðburðirnir verða allir á heimilislegu nótunum og fjöldi gesta takmarkaður. Eru því allir beðnir um að sýna skilning, spritta á sér hendur og koma ekki ef um einhvern slappleika er að ræða. Tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn

Hægt er að lesa frekar um viðburðinn í eldri frétt á Trölla.is hér: FRJÓ MENNINGARHELGI FER FRAM Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI 3. – 5. JÚLÍ 2020

Meðfylgandi eru myndir af listamönnunum sem sækja Alþýðuhúsið heim 3. – 5. júlí 2020.

Söngelsku leðurblökurnar frá Reykjavík

Myndir/aðsendar