Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag hvetur fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð til að hlúa að starfsfólki sínu með heilsueflandi hætti á þessum fordæmalausum tímum. Margt hvetjandi er hægt að gera sem varðar hollustu og heilbrigði, hreyfingu og andlega líðan starfsmanna. 

Á vef Embættis landlæknis má lesa um heilsueflandi vinnustaði og fá hugmyndir og fræðslu um starf í anda heilsueflandi vinnustaða. https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/ 

Fögnum hækkandi sól og vorkomu og setjum heilbrigði og hreysti í fyrsta sæti.

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð.