Félagsstarf aldraðra í Skálarhlíð fellur niður til 15. apríl nk.

Allt félagsstarf eldri borgara í Skálarhlíð fellur niður tímabundið, eða til 15. apríl  vegna hertra sóttvarnarreglna. Starfið  verður endurskoðað til samræmis við þær reglur sem taka þá við.  Öll önnur þjónusta við íbúa verður óbreytt.

Íbúar Skálarhlíðar og gestir eru áfram hvattir til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fylgja gildandi sóttvarnaráðstöfunum í hvívetna.

Eldri borgurum er bent á síðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem finna má tillögur að fjölbreyttri hreyfingu og ýmsan fróðleik fyrir alla aldurshópa: http://isi.is/almenningsithrottir/island-a-idi/

Forsíðumynd/Fjallabyggð