Gjörningar fluttir í dag – allir velkomnir að fylgjast með.
Nú er miðannarvika í Menntaskólanum á Tröllaskaga að klárast en þá fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur fást við ný og fjölbreytt verkefni og njóta leiðsagnar nýrra kennara. Kennarar skólans sinna hinsvegar námsmati í miðannarvikunni.
Að þessu sinni eru viðfangsefnin tvö. Annars vegar Heilsuvernd og hreyfing, þar sem markmiðið er að efla og styrkja vitund nemenda á heilsusamlegu líferni, bæði andlegu, líkamlegu og félagslegu. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þessum hópi og leiðbeinandi er Sólveig Anna Brynjudóttirfrá Hlíð heilsurækt í Ólafsfirði.
Hinsvegar hafa nemendur verið að fást við gjörnngaformið með Aðalheiði S. Eysteinsdóttur myndlistamanni. Þau hafa rætt og velt upp ýmsum spurningum og skoðunum um þetta frjálsa listform og reynt sig við eitt og annað. Vikan hefur farið í undirbúning átta gjörninga sem fluttir verða í dag, bæði innan skólans og úti í bæ. Allir eru velkomnir að fylgjast með og tímasetning gjörninganna er hér að neðan.
Kl. 09.10 – 09.30 Celina, Draugaverk í Hrafnavogum í MTR.
Kl. 10.00 – 10.30 Köngulóagjörningur í Hrafnavogum í MTR.
kl. 11.00 – 11.10. Styttur á steinum við Olís.
Kl. 11.40 – 12.10 Magni sýnir „Stop Motion“ mynd í Hrafnavogum í MTR.
kl. 11.40 – 12.10 Nornapottur í Hrafnavogum í MTR.
kl. 13.15 – 13.30. Undir jarðdúk, Hrafnavogum í MTR.
kl. 14.00 – 14.10 Veifa og brosa á göngubrú við tjörnina.
kl. 14.45 – 15.00 Ruslagjörningur við snúrustaurana norðan við Olís.
Forsíðumynd: Gjörningur undirbúinn. Ljósmynd: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir