Hamborgarar
- 2 msk smjör
- 2 miðlungsstórir laukar, hakkaðir
- ca 850 gr nautahakk (2 bakkar)
- 2 msk estragon (helst ferskt en ég var með þurrkað)
- 2 msk dijon sinnep (ég notaði 1 msk af dijon sinnepi og eina af þessu)
- 2 msk Worcestershire sauce
- gráðostur (ég notaði mjúkan hvítmygluost sem heitir Auður)
- hamborgarabrauð
Bræðið smjörið á pönnu við miðlungs hita og setjið laukinn á pönnuna. Látið laukinn malla í smjörinu í ca 20 mínútur og hrærið reglulega í honum. Ef ykkur finnst laukurinn vera að dökkna of hratt lækkið þá hitann.
Blandið nautahakki, estragoni, sinnepi og Worcestershire sósu vel saman í höndunum og mótið 5-6 hamborgara. Grillið hamborgarana í lokuðu grilli í ca 3 mínútur, snúið þeim og leggið gráðostasneiðar ofan á. Lokið grillinu aftur og grillið í ca 6 mínútur eða þar til hamborgarnir eru tilbúnir. Síðustu mínúturnar eru hamborgarabrauðin sett á grillið og hituð. Berið hamborgarana fram með karamelluhúðaða lauknum, káli og góðri hamborgarasósu eða hverju því sem hugurinn girnist.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit