Næsti þáttur af Gleðibanka Helgu er klár og fer hann í loftið kl. 13:00 stundvíslega, föstudaginn 16. apríl.
Nú er bara rétt rúmur mánuður í Eurovision en hver er svosem að telja? Djók… hver er EKKI að telja niður!

Í þessum þætti fer Helga yfir Eystrasaltslöndin og mið Evrópu og þá er af nógu að taka.

Gleðibanki Helgu er útvarpsþáttur þar sem allt snýst um Eurovision og er hann alla föstudaga kl. 13:00-15:00 á Trölli FM 103.7 og á www.trolli.is.
Eins er hægt að fara inn á heimasíðu Trölla til að hlusta á gamla þætti sem þið hafið misst af eða viljið hlusta á aftur (veljið þá flipann “FM Trölli”).