Í dag, sunnudaginn 11. september hefst sýning á verkum Jolantu Piotrowska á Kaffi Klöru Ólafsfirði kl. 15:30 og stendur hún yfir til 25. september.
Jolanta Piotrowska er pólsk og búsett á Dalvík , hún á og rekur Gregor’s pub þar í bæ.
Jolanta hefur verið að mála frá árinu 2013 og byrjaði að mála með akríl málningu. Hún hóf síðan nám á Myndlistarbraut MTR í Ólafsfirði árið 2016. Þar heillaðist hún af olíumálningu og þeim möguleikum sem hún býður uppá.
Jolanta Piotrowska heldur sýninguna í tilefni af 50 ára afmælinu sínu.
Myndir/aðsendar