Lögð var fram umsókn Hálfdáns Sveinssonar á 780. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar f.h. Herhússfélagsins um lóðina Lækjargötu 5 á Siglufirði, þekkta sem Blöndalslóð.

Einnig lögð fram bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 1. febrúar sl. vegna málsins.

Bæjarráð þakkaði Herhúsfélaginu fyrir umsóknina og tók jákvætt í erindi félagsins en jafnframt bendir á að hin svokallaða „Blöndalslóð“ er ekki í dag skipulögð sem lóð.

Í dag er á svæðinu hoppubelgur fyrir börn sem þyrfti að finna aðra staðsetningu.

Bæjarráð felur tæknideild að leggja fram tillögu að aðgerðaáætlun og kostnaðarmati við:
a.
Breytingu Blöndalslóðar í lóð til úthlutunar
b.
Færslu hoppubelgs á annan stað í miðbænum.