Lesandi sendi vefnum skemmtilegt skjáskot frá vefmyndavél Trölla, sem minnir á hið alsjáandi auga.

Á Wikipedia má finna þetta um “hið alsjáandi auga”:

Hið alsjáandi auga er tákn sem sýnir auga umlukið ljósgeisla eða umvafið nokkurskonar dýrð. Táknið er yfirleitt notað sem tákn um tilvist Guðs sem fylgist með gjörðum mannkynsins og þá aðallega inni í þríhyrningi sem talið er að tákni heilaga þrenningu.

Á vefnum trolli.is má finna nokkrar vefmyndavélar, frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Sauðárkróki. Margir skoða þessar myndavélar bæði sér til skemmtunar og einnig til að fylgjast með veðri og mannlífi.

 

Annað skjáskot úr vefmyndavél Trölla á Siglufirði, tekið á fallegu sumarkvöldi