Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Hið Norðlenzka Styrjufjelag ehf. með fiskeldi í Ólafsfirði. Um er að ræða landeldi á styrju í kerjum.

Hið Norðlenzka Styrjufjelag sótti um skráningu vegna 20 tonna hámarkslífmassa í matfiskeldi á styrju (Acipenser sturio). Umsókn um skráningu var móttekin þann 26. janúar 2022. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um skráningu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni