Skemma Hilmars Valgeirssonar eyðilagðist í ofsaveðri í september árið 2023. Hann fékk hvorki bætur frá tryggingum né hamfarasjóði og Heilbrigðiseftirlitið á Norðurlandi vestra hefur sett þær kvaðir á hann að hann fjarlægi rústir hússins á eigin kostnað.
Hilmar hefur leitað til samfélagsins um aðstoð við að fjarlægja rústirnar og kemur það glögglega fram í myndbandinu hversu stórt og erfitt verk er framundan fyrir hann. Vinna við niðurrif hefst föstudaginn 26. maí og verður haldið áfram þar til verkinu líkur.
Þegar hafa nokkrir aðilar og félagasamtök boðað komu sína.
Húsið stendur við Aðalgötu 6b og er um 660 fermetrar að stærð. Hilmar bjó í húsinu sem hefur verið í eigu fjölkyldu hans um langa hríð. Um er að ræða gamalt frystihús sem reist var af Óskari Halldórssyni í síldarævintýrinu á þriðja áratug síðustu aldar.
Gagnrýnir Fjallabyggð fyrir aðgerðaleysi
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gefur út tímabundið starfsleyfi
Hér með eru auglýst drög að tímabundnu starfsleyfi til kynningar fyrir niðurrif húsnæðisins Aðalgata 6b, 580 Siglufjöður í Fjallabyggð, eigandi er Hilmar Daníel Valgeirsson kt 140987-3019 . Umsóknin barst heilbrigðiseftirlitinu 16. maí 2025 og sótti Hilmar Daníel Valgeirsson um leyfið sem eigandi húsnæðisins.
Athugið að einungis er verið að sækja um niðurrif fasteignar með fasteignanúmer F2130054 en ekki fasteignarinnar sem er áföst þessari til vesturs með fasteignanúmer F2130055, ekki er krafa um niðurrif þeirrar fasteignar.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gefur út tímabundið starfsleyfi, vegna niðurrifsins. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Starfsleyfisskilyrðin miðast við starfsleyfisskilyrði fyrir niðurrif mannvirkja, m.a. þar sem er asbest: Starfsleyfisskilyrði vegna tímabundiðs starfsleyfi fyrir niðurrif Aðalgötu 6b 580 Siglufjörður, F2130054, og í framhaldinu verður gefið út starfsleyfi sbr. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum 5. gr reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Auglýsingin var birt þann 16 maí 2025 og tekið er við athugasemdum til 13. júní 2025.
Forsíðumynd/skjáskot úr myndbandi