Íþróttamaður Fjallabyggðar 2021, Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður, keppti á dögunum á Vestur-Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Frakklandi.

Hann byrjaði mótið mjög vel, vann til silfurverðlauna í hnébeygju og bronsverðlauna í bekkpressu og var í 2. sæti í heildarkeppninni fyrir síðustu grein, réttstöðulyftuna.

Í átökunum þar gaf sig eitthvað í vinstri kálfanum og varð hann því að hætta keppni.

Engu að síður frábær árangur hjá þessum kraftmikla kappa og nú er bara að jafna sig á þessum meiðslum og hefja undirbúning undir næsta mót, Evrópumótið í klassískum lyftingum, sem fer fram í Póllandi í byrjun desember.


Heimild/Frétta- og fræðslusíða UÍF
Mynd/KFÓ