Himneskar humarvefjur

  • franskbrauð
  • íslenskt smjör
  • hvítlaukur, pressaður
  • fersk steinselja, hökkuð
  • skelflettur humar

Hitið ofn í 180°. Bræðið smjör, hvítlauk og steinselju saman. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum, veltið hverri brauðsneið upp úr bræddu smjörblöndunni og fletjið síðan brauðsneiðarnar út með kökukefli. Setjið humar í hverja brauðsneið og rúllið þeim svo upp.

Setjið í eldfast mót og inn í ofn í 8 mínútur.

Gott að bera humarvefjurnar fram með ruccolasalati, smá balsamikgljáa og aioli eða hvítlaukssósu. Gott hvítvínsglas fullkomnar svo máltíðina.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit