Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur ákveðið að bjóða upp á viðtalstíma með bæjarfulltrúum einu sinni í mánuði. Fundirnir verði haldnir síðasta mánudag hvers mánaðar, til skiptis á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður mánudaginn 28. janúar n.k. að Ólafsvegi 4. Ólafsfirði kl. 16:30-17:30.

Að þessu sinni taka þau Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson á móti íbúum.

Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að koma og hitta bæjarfulltrúa og ræða málefni sveitarfélagsins.

Viðtalstímarnir eru með fyrirvara um hugsanlegar breytingar

 

 Klikkið á mynd til að stækka. Einnig er hægt að prenta hana út hér.