Hinn árlegi jólamarkaður í Húnaþingi vestra er haldinn í Félagsheimili Hvammstanga rétt í upphafi aðventunnar, í dag þann 29. nóvember 2025. Markaðurinn er opinn frá 12:00 – 17:00.
Húsfyllir af fallegum og í sumum tilfellum gómsætum vörum verða í boði, fullkomið tækifæri til þess að kaupa handunnið, einstakt og/eða sérstakt.
Kaffihúsið góða verður á sínum stað með vöfflur, heitt kakó, kaffi og fleira góðgæti á boðstólnum.




