Hjarta bæjarins var að opna nýja og glæsilega vefverslun þar sem viðskiptavinir geta verslað sem er á boðstólnum hjá versluninni á netinu.
Hjarta bæjarins er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í desember 2016. Megin áhersla er sala á hönnun og handverki, garni og gjafavöru. Hönnunar- og handverksvörurnar eru unnar af einstaklingum sem eiga rætur í Fjallabyggð og er Önnu sönn ánægja að segja frá því að yfir fjörtíu einstaklingar eiga vörur hjá versluninni. Með tíð og tíma munu þær vörur einnig fást í vefversluninni. Verslunin er staðsett í hjarta Siglufjarðar, við hliðina á bakaríinu við Aðalgötuna.
Hjarta bæjarins er umboðsaðili á Íslandi fyrir hágæða garn frá svissneska framleiðandanum LANG YARNS. Vegna mikillar eftirspurnar þá ákvað Anna Hulda að mæta þörfum viðskiptavina sinna með vefversluninni og mun gera sitt besta til að mæta væntingum viðskiptavina. Á næstu vikum verður bætt við nýjum tegundum af garni.
Gott er að skrá sig á póstlista Hjarta bæjarins og fá reglulegar fréttir frá henni. Sjá hér heimasíðu: Hjarta bæjarins
Hér má sjá viðtal við Önnu Huldu á N4
Samantekt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndband: N4