Á 559. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 5.júní sl. var tekin fyrir fyrirspurn nemenda við grunnskólann á Ólafsfirði þar sem óskað var eftir að taka aftur í notkun hjólabrettapall sem var á grunnskólalóðinni á Siglufirði og færa hann yfir á skólalóð grunnskólans í Ólafsfirði.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem lagt er til að skoðað sé að setja hjólabrettarampinn sem tekin var af skólalóðinni við Norðurgötu inn í hönnunina á skólalóð grunnskólans við Tjarnarstíg. Verkið kæmi til framkvæmda sumarið 2019. Bæjarráð samþykkir umsögn deildarstjóranna og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Frétt af vef Fjallabyggðar |
Hjólabrettapallur í Ólafsfirði
