Hrólfur rakari á Siglufirði óskaði eftir rökum fyrir þeirri ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar að hækka hámarksumferðarhraða á þjóðveginum í gegn um þéttbýlið á Siglufirði úr 35 upp í 40 km/klst. þrátt fyrir að íbúar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna hraðaksturs.

Mikil umræða hefur verið í Fjallabyggð um umferðaöryggi og umferðahraða undanfarin tvö ár, sjá fréttir hér að neðan.

Umferðarlög tóku breytingum um síðustu áramót þar sem segir að umferðarhraði verði að standa á heilum tug. Nefndin tók þá ákvörðun að leggja til við Vegagerðina að hámarkshraði á þjóðvegi í þéttbýli verði 40 km/klst.

Samhliða þeirri ákvörðun var ákveðið að gert yrði deiliskipulag af þjóðveginum í þéttbýli í samstarfi við Vegagerðina með umferðaröryggi og stýringu á umferðarhraða í huga. Nefndin bendir á að við vinnslu deiliskipulags þá gefst íbúum kostur á að gera athugasemdir og koma með ábendingar.

UMFERÐAHRAÐI FÆRÐUR NIÐUR Í 35 KM/KLST.

HRAÐAKSTUR Á HVANNEYRABRAUT

LEITA LEIÐA TIL AÐ HÆGJA Á UMFERÐ

UMFERÐARMÁL VIÐ LÆKJARGÖTU OG NORÐURGÖTU

UMFERÐAÖRYGGI Í FJALLABYGGÐ

UMFERÐAHRAÐI HÆKKAÐUR Í 40 KM Á KLST. Í FJALLABYGGÐ

UMFERÐAÖRYGGI Í FJALLABYGGÐ

ENN OG AFTUR AÐ UMFERÐARÖRYGGI Í FJALLABYGGÐ

UGGANDI YFIR HÆKKUN UMFERÐARHRAÐA Í FJALLABYGGÐ

UMFERÐARHRAÐI Í FJALLABYGGÐ ENDURSKOÐAÐUR

HÁMARKSUMFERÐARHRAÐI LÆKKAÐUR Í FJALLABYGGÐ