Á 242. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 17. júlí var lögð fram ábending Brynju Hafsteinsdóttur nefndarmanns Skipulags- og umhverfisnefndar dagsett 16.6.2019, þar sem vakin er athygli á 50 km/klst. hámarkshraða á veginum meðfram Stóra Bola þar sem einnig er blindbeygja.

Taldi hún að réttara væri að 35 km/klst. hámarkshraði væri á þessu svæði.

Nefndin samþykkir að hámarkshraði frá Stóra Bola að gatnamótum Lambafens og þjóðvegarins verði breytt í 35 km/klst.

Hámarkshraði verður færður niður í 35 km/klst.