CORPUS verður með CAMPING ROYALE á Eldinum laugardaginn 27. júlí n.k.

Tvær drottningar frá öðrum tíma fara í fáránlega útilegu. Sviptar öllum þjónunum sínum þurfa þær að nota mikla útsjónarsemi til að lifa af úti í náttúrunni. Í stað kastalans síns hafa þau ósköp almúgaleg tjöld, konunglegir dansleikir fara fram úti á túni, þær þurfa að veiða fisk í matinn og takast á við óútreiknanlega duttlunga náttúrunnar.

Skemmtilegt og gagnvirkt ævintýri fyrir alla aldurshópa. Þessi skemmtun er ókeypis fyrir alla og þar er nóg pláss fyrir börn og aðra áhorfendur.

Hér neðar eru stutt myndbönd þar sem Kanadabúinn David Danzon kynnir sig og svarar spurningum:

  • Hefur þú verið á Eldi í Húnaþingi áður?

 

  • Hvernig heldur þú að framtíðin verði?

 

  • Hvað langar þig mest til að sjá á Eldinum í ár?

 

Hér má sjá stutta kynningu á CAMPING ROYALE.