Athygli vegfarenda er vakin á því að á þjóðvegi 1 um Blöndubrú á Blönduósi eru framkvæmdir og vegna þeirra framkvæmda verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19.júlí frá kl 01:00 til 06:30.

Starfsmenn vegagerðarinnar verða staðsettir á gatnamótunum Norðurlandsvegur –  Svínvetningabraut bæði við Giljá og Svartá, einnig verður starfsmaður við gatnamótin Norðurlandsvegur – Skagastrandavegur til að leiðbeina vegfarendum.

Neyðarbílum verður hleypt yfir.

Lögreglan á Norðurlandi vestra biður ökumenn um að sýna tillitsemi, þolinmæði og virða þær reglur sem um framkvæmdasvæðið gilda.