Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir skipar 5.sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð.

Hjördís er 47 ára fædd og uppalin á Dalvík en fluttist til Ólafsfjarðar árið 1992.
Hjördís er gift Sigursteini Magnússyni og eiga þau fimm börn, Bergdísi Helgu 25 ára, Marínó Jóhann 22 ára og Sigurbjörn Albert 20 ára. Stjúpbörn Hjördísar eru Ingibjörg Theódóra 36 ára og Magnús Þorsteinn 30 ára einnig eiga þau hjónin þrjú barnabörn.

Hjördís er með grunnskólapróf og starfar á skrifstofu Múlatinds bifreiðaverkstæðis sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum.
Helstu áhugamál Hjördísar eru samverustundir með fjölskyldunni, ferðalög, útivera og náttúran.

Umhverfis og atvinnumál eru Hjördísi hugleikin því þar er margt sem hægt er að bæta til að gera samfélagið enn betra en það er í dag. Einnig hefur hún áhuga á fræðslu og frístundamálum í Fjallabyggð.
Þau ár sem Hjördís hefur búið í Fjallabyggð hefur henni liðið mjög vel og er tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla þetta góða samfélag sem við búum í.

 

Frétt fengin af facebooksíðu: Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar