Kirkjuhátíðir hafa fyrir löngu unnið sér rótgróinn sess sem menningar- og landshlutaviðburðir sem eru reknar áfram af metnaði, dugnaði og framsýni. Sumarhátíðir þær sem haldnar eru í Skálholti, Hólum í Hjaltadal og Reykholti sýna að mikill kraftur býr í kirkjufólkinu sem stendur að þeim. Hátíðirnar endurnýja með ferskum hætti tengsl kirkju og fólksins í landinu, kirkju og listar, kirkju og lands, svo að enginn efast um eðlilega samfylgd kirkju og þjóðar nú sem fyrr. Þessar hátíðir draga til sín fjölda fólks og lyfta upp sögu staðanna og menningu sem hefur verið þeim tengd frá upphafi. Þær flytja menningu, sögu og gleðja alla.

Pílagrímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum.  Lagt af stað frá Grafarkirkju kl. 9:00  og komið heim að Hólum um kl. 16:00.

Kl. 16:00 Endurnýjun skírnarinnar og altarisganga í Hóladómkirkju.
Kl. 17:00 Samkoma í Auðunarstofu:  Hvaða þýðingu hefur fullveldi Íslands fyrir þig?
Kl. 19:00  Kvöldverður Undir Byrðunni.

Sunnudagurinn 12. ágúst:

Kl. 11:00 Tónleikhúsið: Bréf Halldóru Guðbrandsdóttur-1625- Tvær konur í flutningi ReykjavíkBarokk.
Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.  Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur á Fáskrúðsfirði predikar.  Organisti Jóhann Bjarnason.  Tónlist: Reykjavík Barokk. Veislukaffi Undir Byrðunni.
Kl. 16:30 Hátíðasamkoma í Hóladómkirkju.  Ræðumaður Einar Kr. Guðfinnsson, formaður afmælisnefndar Fullveldis Íslands. Tónlist: ReykjavíkBarokk.
Kl. 20:00 Kvöldmessa í Grafarkirkju á Höfðaströnd. Prestur sr. Úrsúla Árnadóttir.