Á 688. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi Þorgríms Emilssonar fh. Hopp Mobility ehf, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að setja upp útleigu á rafhlaupahjólum, 25 hjólum í Fjallabyggð, aðallega á Siglufirði en mögulega líka í Ólafsfirði.

Þá er óskað eftir þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafhlaupahjól á svæðinu.

Bæjarráð hafnar því að gera þjónustusamning við sérleyfishafa en tekur jákvætt í erindið og samþykkir að óska eftir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.