Hreinn J. Stephensen hefur sent frá sér lagið „Black Wall” sem er það það fyrsta af nýrri plötu. Hann hefur verið kallaður „Jimmy Hendix of the mandolin.“ Hreinn spilar á harmonikku eins og hún sé rafmagnsgítar og svo spilar hann listavel á gítar.

Tónlistarferill Hreins er býsna langur. Hann flutti til Svíþjóðar um miðjan 10. ártug síðustu aldar og starfaði þar m.a. með hljómsveitinni Wilmacakebread, en hafði þar áður verið í hljómsveitum eins og Hálfur undir sæng, Dýrið gengur laust og Risaeðlunni.

Lagið Black Wall er dásamlega ferskt og yfir því eru einhverjir töfrar en í textanum er talað um „Magic spirit“ og „humor from this place“. Þetta er virkilega töff lag sem lofar góðu um framhaldið það er alveg ljóst að biðin eftir plötunni sem kemur í febrúar verður spennandi.

Auk þess að syngja lagið þá spilar Hreinn alla gítara í laginu. Hljóðfæraleikararnir sem eru með honum eru síðan ekki af verri endanum. Bassaleikurinn er í höndum Guðna Finnsonar. Sænski trommuleikarinn Stefan Winroth lemur húðir og málmgjöll. Um bakraddir sjá Jóhanna Fanney Hjálmarsdóttir og Idolstjarnan Hrafna. Lagið er að mestu tekið upp í Stúdíó Siló á Stöðvarfirði en vegna Covid-ástandsins voru trommurnar teknar upp í hljóðveri í Malmö. Það var síðan gamall félagi Hreins úr Risaeðlinu, Ívar Bongo sér um að mixa og mastera.

Lagið hér á Spotify.

Aðsent.