Á Facebook síðu Hrímnis- hár og skegg, má lesa eftirfarandi:
Björtu hliðarnar á Covid tímum….
Eitt af því sem maður getur litið ansi hreint björtum augum til á þessum fordæmalausu tímum sem þó eru einhver fordæmi fyrir síðan í vetur er það að þessir herramenn máttu ekki koma inn á rakarastofuna….. vegna þess að þeir voru ekki með grímu á sér.
Nú eiga einhverjir eftir að hugsa með sér ” já en bíddu…. þeir eru með grímu, meira að segja doldið ófríðar grímur”. En svo er nú bara alls ekki, þeir eru bara svona útlítandi blessaðir englarnir…. Og akkúrat vegna þess að þeir komust ekki inn á stofu til okkar gerði eini starfsmaðurinn (sem var akkúrat valinn starfsmaður ársins hjá samsteypunni fyrir stuttu síðan) sér enn betur grein fyrir því hvað það getur verið þægileg innivinna að vera klippari.
Jaaaa ef það er hægt að segja eitthvað jákvætt um Covid þá er það allavega hérna megin það að nú eru flest allir viðskiptavinir okkar (og rakarinn reyndar líka) töluvert mikið myndarlegri en vanalega þegar þeir koma til okkar. Og það er bara alls ekki vegna þess að vottað hafi fyrir framförum hjá klipparanum í þeim málum. Oooooo nei!! Það er gríman sem reddar þessu…..
Nýlega fór fréttaritari Trölla í löngu tímabæra klippingu hjá Hrólfi sem á og rekur Hrímni hár og skeggstofu á Siglufirði, klippingin þótti heppnast vel og er óhætt að mæla með þjónustunni og spjallinu þar, þótt í þetta skiptið hafi biðstofan verið færð innar í húsið og spjallið að nokkru leiti þar með, því þarna er tveggja metra reglan virt eins og kostur er.
Klippari og kúnni báðir með andlits grímur og þaul sprittaðir á höndum, og einnig höfði að klippingu lokinni.
Forsíðumynd: samsettar myndir af facebooksíðu Hrímnis hár og skegg.