Fimmtudagurinn 11.2 næstkomandi er “112 dagurinn”.

Þá verða tónleikar í Siglufjarðarkirkju til að styrkja Björgunarsveitina Stráka á Siglufirði. Ágóðinn fer í að greiða hluta af húsnæði sveitarinnar sem hún festi kaup á nýlega. Nýja húsnæðið stórbætir aðstöðuna, styttir viðbragðstíma og eykur öryggi samborgarana.

Tónleikarnir verða sendir út í streymi fimmtudaginn 11.2 kl 20.

Miðar verða seldir á tix.is en auk þess verður hægt að kaupa miða með millifærslu á björgunarsveitina.

Fjöldi tónlistarmanna og kvenna mun koma fram á tónleikunum.

Nánari upplýsingar á trolli.is þegar nær dregur.