Úrhelli er á Vestfjörðum og Norðurlandi og spáð er mikilli úrkomu næstu daga.

í Fjallabyggð er mikil rigning og töluverðir vatnavextir. Bæjarstarfsmenn eru þegar farnir að dæla úr brunnum til að varna skemmdum á mannvirkjum.

Á meðfylgjandi myndum sem Guðmundir Ingi Bjarnason tók í morgun í Ólafsfirði og á Siglufirði má sjá að mikið vatnsrennsli er í tjörnina við Stóra bola og vatnið kolmórautt. Tjaldsvæðin í Fjallabyggð eru mjög blaut og örfáir gestir á þeim.

Mynd úr vefmyndavél Trölla.is.