Hin árlega Hríseyjarhátíð hófst í gær og nær hápunkti í dag, laugardaginn 12. júlí. í dag teygir dagskráin sig yfir allan daginn með alls kyns uppákomum og lýkur í kvöld skvöld með kvöldvöku á hátíðarsvæðinu, brekkusöng, varðeldi og fjölskyldudiskói.
Allar nánari upplýsingar um dagskrána, ferjuferðir, afgreiðslutíma verslunar og veitingahúss, ásamt með fleiru, er að finna á heimasíðu Hríseyjar.