Árgangur 1948 rúmlega 60 manns með mökum komu saman á árgangsmóri á Siglufirði í sumar. Á meðan á dvöl hópsins stóð var komið við á Síldarminjasafninu þar sem Guðmundur Skarphéðinsson og Hjálmar Jóhannesson afhentu Anítu Elefsen safnstjóra gjöf árgangsins, skilti sem sýnir öll síldarplön á Siglufirði og sérstaklega er með myndum sagt frá 6 síldarplönum þar um slóðir.

Sjá frétt Trölla.is frá árgangsmóti 1948 í í sumar: Frábær helgi með sól í hjarta hjá árgangi 1948

 

Árgangur 1948. Mynd/Sigurður Ægisson

 

Árgangur 1948 við afhendingu skiltisins

 

Skiltinu hefur verið komið fyrir á steini við gangbrautina gegnt Bátahúsinu. Skiltið hannaði Már Örlygsson og faðir hans Örlygur Kristfinnsson teiknaði upp bryggjurnar, Gunnar Trausti hjá Merkismönnum prentaði skiltið og JE smíði smíðaði undirstöðurnar.

Þetta er fyrsta síldarplanaskiltið af nokkrum sem fyrirhugað er að koma upp og árgangur 1958 hefur ákveðið að taka við boltanum og gefa næsta skilti sem sett verður upp.

 

Árgangur 1958 ætlar að gefa næsta skilti

 

Örlygur Kristfinnsson teiknaði upp bryggjurnar

 

Myndir: Sigurður Ægisson/Kristín Sigurjónsdóttir/aðsent
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir