Húnaþing vestra leitar eftir áhugasömum aðila til að leiða rekstur og starf skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði fyrir hönd sveitarfélagsins frá og með 1. september 2022.
Á Reykjum í Hrútafirði hafa verið starfræktar skólabúðir frá árinu 1988. Sveitarfélagið leggur áherslu á að í skólabúðunum sé unnið faglegt starf sem byggir á lýðheilsu, ásamt samtali umhverfis, náttúru og menningar. Sveitarfélagið vinnur að innleiðingu heilsueflandi samfélags sem styður samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan. Auk þess vinnur sveitarfélagið að innleiðingu Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna og verður lögð áhersla á að þessar stefnur verði innleiddar í starf skólabúðanna.
Frekari gögn verða afhent hjá Húnaþingi vestra en beiðni þar um skal senda á netfangið rjona@hunathing.is . Verða umsækjendur metnir út frá þeim gögnum og upplýsingum sem skilað verður inn til sveitarfélagsins í samræmi við óskir þess. Umsóknir skulu berast á sama netfang fyrir 4. apríl nk.
Frekari upplýsingar gefur Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri, netfang rjona@hunathing.is eða í síma 455 2400.