Það var hátíðleg stemning yfir Ólafsfirði föstudaginn 25. júlí síðastliðinn þegar Hvanndalir Lodge var formlega opnað með glæsibrag segir á vefsíðu Veitingageirans

Þetta nýja og glæsilega hótel, sem staðsett er við Aðalgötu 14 í Ólafsfirði, sameinar fágaðan stíl, hlýlegt viðmót og kyrrlátt yfirbragð við stórbrotna náttúru Norðurlands.

Með fallegum innréttingum, heilsulind og vandaðri veitingaþjónustu er Hvanndalir Lodge þegar farið að vekja athygli ferðamanna og heimamanna sem ein af nýjustu perlum ferðaþjónustunnar á svæðinu.

Húsið sem hýsir Hvanndalir Lodge var upphaflega byggt árið 1982 og hefur gegnt margvíslegum hlutverkum í gegnum árin. Þar hafa meðal annars verið rekin útibú Sparisjóðs Ólafsfjarðar og síðar Arion banka. Þá muna margir eftir Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar sem var til húsa á efri hæðinni.

Nú hefur húsnæðið verið endurnýjað af mikilli fagmennsku og næmni fyrir umhverfinu og sögulegu samhengi þess. Nýju lífi hefur verið blásið í rúmlega 790 fermetra byggingu sem nýtur sín nú sem fágað og persónulegt hótel með heilsulind og veitingastað sem allir eru velkomnir á, óháð því hvort gestir dvelji í gistingu.

Heilsulind sem hvílir hug og líkama

Heilsulind Hvanndala býður upp á einstaka aðstöðu fyrir slökun og endurnæringu. Þar er að finna bæði finnska gufu og innrauða gufu, kalt bað, heitan pott undir berum himni og slökunarsvæði sem opnar innan skamms. Hvort sem gestir koma beint úr fjallgöngu eða sækja staðinn í leit að kyrrð og vellíðan, er umgjörðin sérlega vel útfærð til að skapa jafnvægi og ró.

Gisting með persónulegri nálgun

Hvanndalir Lodge opnað með glæsibrag í hjarta Ólafsfjarðar
Hvanndalir Lodge opnað með glæsibrag í hjarta Ólafsfjarðar
Hvanndalir Lodge opnað með glæsibrag í hjarta Ólafsfjarðar
Hvanndalir Lodge opnað með glæsibrag í hjarta Ólafsfjarðar


Á hótelinu eru aðeins sjö herbergi, þar af tvær svítur og eitt fjölskylduherbergi fyrir fjóra. Með þessu er lögð áhersla á gæði og persónulega þjónustu umfram magn.  Hvert smáatriði er úthugsað, hvort sem það er náttúrulegt efnisval í innréttingum, sérvalið vín eða róleg stemning heilsulindarinnar.

Starfsfólk leggur metnað í að veita einlæga og hlýlega þjónustu þar sem komið er fram við hvern gest sem vin.

Matseðill með hráefni og hugvit í aðalhlutverki

Hvanndalir Lodge opnað með glæsibrag í hjarta Ólafsfjarðar
Hvanndalir Lodge opnað með glæsibrag í hjarta Ólafsfjarðar

Veitingastaður Hvanndala býður upp á fjölbreyttan og vel útfærðan matseðil þar sem áhersla er lögð á íslenskt hráefni og smekklega útfærslu. Í forréttum má nefna grafið lambacarpaccio með geitaosti og grillað hjartasalat með gerjuðum paprikum og furuhnetum.

Aðalréttir eru meðal annars bleikja með fennelsalati og kapersósu, hægeldaður lambaskanki með gljáðum gulrótum og nautalund með byggpílaf og tahinisósu.

Fyrir þá sem kjósa grænmetisrétti er meðal annars boðið upp á steikta blómkálssteik með kjúklingabaunum. Eftirréttir eins og súkkulaðibaka með ristuðum möndlum og kaffirjóma, skyr ostakaka með berjum og rabarbarakaka með granóla sýna að metnaðurinn er óskertur til síðasta réttar.

Kokteilar og vínlisti sem gleður bragðlaukana

Barseðill Hvanndala er ekki síður spennandi. Þar má finna kokteila eins og „Tipsy Puffin“, sem samanstendur af íslensku gini, bláberjalíkjör, og „Tequila Tango“ með tequila, bláberjalíkjör og ananas.

Klassískir drykkir á borð við Negroni og Espresso Martini eru einnig í boði ásamt fjölbreyttu og litríku úrvali af víntegundum, þar á meðal úrval frá Casa Rojo á Spáni, Torre Mora frá Sikiley og Ramón Bilbao frá La Rioja.

Mat-, og vínseðlar

 Matseðill

 Vínseðill

 Kokteilseðill

Nýr áfangastaður á Norðurlandi

Hvanndalir Lodge er ekki einungis hótel heldur heildræn upplifun sem sameinar náttúru, matarmenningu, vellíðan og þjónustu á einstakan hátt. Með staðsetningu í friðsælu sjávarþorpi, fallegri hönnun og sterkri tengingu við menningu og samfélag staðarins er hótelið dæmi um það besta sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða.

Myndir: hvanndalir.is