Frestur til að tilnefna til Hvatningarverðlauna ÖBÍ hefur verið framlengdur til laugardagsins 22. september.
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.

Verðlaunin eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur til innleiðingar á samfélagi sem endurspeglar einkunnarorð ÖBÍ, eitt samfélag fyrir alla. Verðlaunin eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember og voru fyrst veitt árið 2007. Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verðlaunanna.

Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum; einstaklings, fyrirtækis eða stofnunar, umfjöllunar eða kynningu og verkefni innan aðildarfélaga ÖBÍ.

Í dómnefnd sitja fimm manns og er leitast við að hún endurspegli samfélagið á sem bestan hátt.

Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar og er leyfilegt að tilnefna í einn, tvo, þrjá eða alla fjóra flokkana.

Lokadagur tilnefninga er 15. september.

Vilt þú senda inn tilnefningu?

 

 

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) eru heildarsamtök félaga fatlaðs fólks og hefur það hlutverk að kom fram fyrir hönd öryrkja og fatlaðs fólks í hagsmunamálum svo sem varðandi löggjöf og framkvæmd hennar.

Þau voru stofnuð árið 1961 og voru stofnfélögin sex en í dag eru aðildarfélögin 37. Fulltrúar allra félaganna sitja í aðalstjórn ÖBÍ og framkvæmdastjórn annast daglegan rekstur samtakanna.

Formaður ÖBÍ er Þuríður Harpa Sigurðardóttir og framkvæmdastjóri er Lilja Þorgeirsdóttir.

Tilgangur og markmið Facebook-síðu ÖBÍ: • Auglýsa viðburði á vegum ÖBÍ og aðildarfélaga og benda á aðra viðburði sem tengjast málstaðnum.

• Koma öllu því efni sem ÖBÍ og aðildarfélögin gefa út á framfæri, þar á meðal vefriti og tímariti ÖBÍ.
• Benda á annað efni á netmiðlum sem tengist málaflokknum og skapa umræðugrundvöll fyrir þá sem áhuga hafa á að skiptast á skoðunum og upplýsingum varðandi málaflokkinn.
• Sýna myndir og myndbönd frá viðburðum, gjörningum, fundu, skemmtunum o.fl.
• Auglýsa málþing, ráðstefnur, Hvatningarverðlaun og aðra viðburði með borguðum auglýsingum.

Öryrkjabandalag Íslands gefur út tímarit einu sinni á ári sem dreift er á öll heimili landsins og vefrit sem kemur út sex sinnum á ári. Hér er hægt að gerast áskrifandi að Vefriti ÖBÍ http://www.obi.is/skraning

Velkomið er að koma með athugasemdir og skiptast á skoðunum á síðunni en ÖBÍ áskilur sér rétt til þess að eyða athugasemdum sem metnar eru ærumeiðandi eða ósæmilegar.

Þinn réttur (réttindagæsla – NPA o.fl): http://www.obi.is/thinn-rettur/ Þjónusta (hjálpartæki – húsnæði – afslættir o.fl): http://www.obi.is/thjonusta/ Útgáfa (vef- og tímarit – fundargerðir -skýrslur – málþing- myndbönd – o.fl.) http://www.obi.is/utgafa/

 

Frétt og myndir: ÖBÍ