Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði á morgun föstudaginn 15. júlí 2022 kl. 16.00.
Á dagskrá fundarins er ráðning nýs bæjarstjóra Fjallabyggðar, en í málefnasamningi meirihlutans var ákveðið að auglýsa starf bæjarstóra í gegnum ráðningaskrifstofu.
Síðasti bæjarstjóri Fjallabyggðar var Elías Pétursson, en hann sóttist ekki eftir endurráðningu.
Frá því Ólafsfjörður og Siglufjörður sameinuðust í Fjallabyggð hafa verið fjórir bæjarstjórar, Þórir Kristinn Þórisson 2006-2010, Sigurður Valur Ásbjarnarson 2010-2015 , Gunnar I. Birgisson 2015-2019 og Elías Pétursson 2020-2022.
Dagskrá fundarins verður að öðru leyti.
Fundargerð 748. fundar bæjarráðs frá 27. júní 2022.
Fundargerð 749. fundar bæjarráðs frá 4. júlí 2022.
Fundargerð 750. fundar bæjarráðs frá 11. júlí 2022.
Fundargerð 751. fundar bæjarráðs frá 13. júlí 2022.
Fundargerð 286. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. júlí 2022.
Fundargerð 34. fundar stjórnar Hornbrekku frá 13. júlí 2022.
2205077 – Ráðning bæjarstjóra.
2207017 – Sumarleyfi bæjarstjórnar.