Fimmtudaginn 2. júní 2022 var 216. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar haldinn í kjölfar sveitarstjórna kosninga árið 2022.

Málefnasamningur meirihlutans, A-listi Jafnaðarfólks og óháðra og D- listi Sjálfstæðisflokks var kynntur á fundinum.

Kosið var í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum. Forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður S. Guðrún Hauksdóttir (D) og formaður bæjarráðs verður Guðjón M. Ólafsson (A).

Nýr bæjarstjóri í Fjallabyggð verður ráðinn með auglýsingu í gegnum ráðningarstofu segir í málefnasamningnum.

Í framhaldi af þeirri auglýsingu var Sigríður Ingvarsdóttir ráðin út 14. manna umsækjendahópi. Henni var síðan sagt upp störfum þann 18. desember 2024. Í framhaldi af uppsögn Sigríðar var Þórir Hákonarson settur tímabundið í starf bæjarstjóra til 31. mars 2025.

Hér að neðan má sjá málefnasamning meirihlutans

Bæjarstjóri Fjallabyggðar hættir
Þórir Hákonarson settur bæjarstjóri Fjallabyggðar