Valgerður Halldórsdóttir félags– og fjölskylduráðgjafi hjá Vensl ehf. og ritstjóri stjuptengsl.is býður upp á fjarnámskeið fyrir stjúpmæður þann 13. janúar nk. sem ber heitið “Hvert er hlutverk stjúpmæðra?”
Margar stjúpmæður velkjast um í vafa, hvert er þeirra hlutverk. Skortur er á viðurkenningu og stuðningi, og upplifa sumar að þær hafi misst stjórn á lífi sínu.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir stjúpmæðra og hvað sé í þeirra valdi að móta og hafa áhrif á.
Í maí nk. verður síðan “Stjúpuhittingur” á heitari slóðum (erlendis) með ívafi jákvæðrar sálfræði. Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur mun sjá um þann hluta. Hún er með heimasíðuna hamingjuvisir.com.
Áhugasamar stjúpmæður eru hvattar til að láta vita, sé áhugi fyrir slíkri ferð á stjuptengsl@stjuptengsl.is.
Á heimasíðunni stjuptengsl.is er að finna fleiri námskeið, bæði fyrir fagfólk og almenning.