Jólatorgið á Akureyri verður opið um helgina! 

Í skreyttum jólahúsum verður til sölu ýmis varningur sem minna okkur á hátíðarnar. Hvolpasveitin mætir í jólaskapi til að skemmta yngstu gestunum og að sjálfsögðu láta jólasveinarnir sig ekki vanta. Tónlistarfólkið Jónína Björt og Valmar Väljaots, sem og Barnakór Akureyrarkirkju, flytja jólalög.

Skoðaðu alla dagskrá Jólatorgsins á www.jolatorg.is.

Komdu og upplifðu notalega jólastund á Ráðhústorgi, laugardag og sunnudag.