Árum saman hefur það vafist fyrir mörgum hvenær skal nota forsetninguna “af” og hvenær “að”.

Í Málvísi, handbók um málfræði handa grunnskólum segir á blaðsíðu 56:

að eða af?

Dæmi um hvenær forsetningin að er notuð og hvenær af.

að ástæðulausu, að fyrra bragði, brosa að þessu, dást að barninu, að eigin frumkvæði, gagn er að bókinni, gera að gamni sínu, heiður er að þessu, hlæja að honum, að þessu leyti, að yfirlögðu ráði, uppskrift að laxi, gera það að verkum, vitni að árekstrinum.

af öllu afli, ekki af neinni sérstakri ástæðu, hafa gaman af handbolta, að ganga af honum dauðum, hafa gagn af námskeiðinu, gera eitthvað af sér, af minni hálfu, eiga heiðurinn af þessu, leggja sitt af mörkum, mynd af honum, af ásettu ráði, í tilefni af þessu, af fúsum og frjálsum vilja.