Lögð voru fram hönnunargögn fyrir endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.
Nefndin lagði til að kannaðir verði kostir þess að hluti Aðalgötu verði malbikaður og gatnamót hellulögð og að bílastæði við Aðalgötu 28A og 30 þar sem Gamla Bíó var til húsa verði fjarlægð.
Einnig að gert verði ráð fyrir einu bílastæði fyrir hreyfihamlaða fyrir framan Aðalgötu 34, við Aðalgötu 34 er þegar stæði fyrir hreyfihamlaða.