Keflvíska söngkonan Eva Björnsdóttir skellti sér í hljóðver nýlega ásamt Ingvari Valgeirssyni & Swizz.
Krakkarnir léku sér þar aðeins með gamalt Bítlalag, I Want To Hold Your Hand eftir þá Paul og John
– fyrsta Bítlalagið sem komst á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum.
Útsetningin er þó talsvert rólegri og í stað rafgítaranna voru kassagítarar notaðir.
Frasar úr öðrum Bítlalögum fengu að fljóta með og geta hlustendur leikið sér að því að finna þá í laginu.
Lagið verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.
Um upptöku, hljóðblöndun og masteringu sá Kristinn Sturluson.
Höfundar: Paul McCartney & John Lennon