Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar hjá sveitarstjórn Skagafjarðar þann 28. nóvember sl., var samþykkt að gera rafræna netkönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá möguleika sem kynntir voru í söfnun dýrahræja og sláturúrgangs á opnum fundi í Ljósheimum.
Niðurstöður könnunarinnar verða hafðar til hliðsjónar við ákvarðanatöku um hvaða leið verður valin, en ráðgert er að ákvörðun um það verði tekinn strax í upphafi nýs árs.
Allir búfjáreigendur sem eru skráðir greiðendur eða skráðir forsvarsaðilar þeirra félaga sem reka bú og eiga búfé á kennitölu félagsins hafa rétt og möguleika til að taka þátt í könnuninni.
Slóðin á könnunina er: https://skagafjordur.is/ibuakosningar
Skorað er á alla sem rétt eiga að taka þátt í könnuninni en henni líkur 20. desember nk.