Baggalútur hefur sent frá sér splunkunýtt lag.

Lagið sem ber titilinn Ég á það skilið og er eftir Braga Valdimar Skúlason verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Þetta er glaðlegt og skemmtilegt lag að hætti Baggalútsmanna og hefur yfir sér suðrænan blæ eins og þeim félögum er tamt í mörgum af þeirra vinsælustu lögum.

Hljóðmeistari: Guðm. Kristinn Jónsson
Lag & texti: Bragi Valdimar Skúlason
Söngur: Guðmundur Pálsson & Karl Sigurðsson
Leikendur:
Sigurður Guðmundsson, raddir, bassi & hljómborð
Eyþór Gunnarsson, píanó & slagverk
Þorsteinn Einarsson, gítar
Kristinn Snær Agnarsson, trommur & slagverk
Samúel Jón Samúelsson, básúna & útsetning
Kjartan Hákonarson, trompet
Óskar Guðjónsson, saxófónn
Upptökur: Hljóðriti í Hafnarfirði
Útgáfa: Alda Music